„Mér líst afar illa á þær fyrirætlanir að gera aflaheimildir upptækar,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, við fréttavef Morgunblaðsins eftir að hann kynnti sér stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hann sagði það verða verkefni LÍÚ að sannfæra stjórnvöld um að leiðin sem þau ætli sér sé röng. „Það hafa aldrei verið talin mikil búhyggindi að slátra mjólkurkúnni.
Friðrik segir reyndar að hlutirnir stangist hver á annars horn í kaflanum um sjávarútvegsmál „því þar stendur að íslenskur sjávarútvegur muni gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er og afar mikilvægt sé að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði - en síðan er valin sú versta leið sem hugsast getur án þess að búið sé að meta áhrif hennar á rekstrargrundvöll fyrirtækjanna.“