Valdís Anna Jónsdóttir hefur gefið kost á sér í 3.- 5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri sem fer fram dagana 29. - 30. janúar næstkomandi.
Valdís Anna hefur verið virkur félagi í Samfylkingunni frá árinu 2005 og hefur þar gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hún var formaður Sölku, félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri á árunum 2006 til 2008 auk þess sem hún var varaformaður Ungra Jafnaðarmanna á landsvísu árin 2006 og 2007. Þá hefur hún einnig verið varamaður í íþróttaráði og samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar, samkvæmt tilkynningu.
Valdís Anna er þjónustufulltrúi við Landsbankann á Akureyri. Hún er í sambúð með Ásgeiri Friðrikssyni smiði og eiga þau soninn Jón Friðrik.