Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Magnea hóf störf hjá Bláa Lóninu haustið 1998 og hefur tekið þátt í uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins og vörumerkisins Blue Lagoon Iceland.
Magnea er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að stúdentsprófi loknu hóf hún nám við háskólann í Alabama og útskrifaðist með BA próf í almannatengslum 1994 og meistaragráðu gráðu í almannatengslum og auglýsingafræðum ári síðar.