Engir þjóðhöfðingjar með siðareglur

Áhorfendur í Iðnó í kvöld.
Áhorfendur í Iðnó í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagði á borgarafundi í Iðnó í kvöld að embættið hefði skoðað rækilega að setja forseta siðareglur. Hins vegar finnist enginn þjóðhöfðingi sem hafi sett sér slíkar reglur, og raunar sé stjórnarskráin siðaregla forseta Íslands.

Forsetinn var að svara spurningu úr sal og benti á að í siðareglum þingmanna og ráðherra sé kjarninn að koma í veg fyrir fjárhagsleg tengsl. „Í þessum efnum hefur stjórnarskráin haft þann kjarna sem settar hafa verið fyrir þingmenn og ráðherra,“ sagði Ólafur og benti á að engar slíkar reglur hafi verið að finna áður fyrir ráðherra og þingmenn. 

Hann var einnig spurður stuðning sinn við atvinnulífið fyrir hrun og sagði Ólafur þá þjóðhöfðingja alltaf hafa þann háttinn á að styðja fyrirtæki og atvinnulíf þegar þeir fara í opinberar heimsóknir. Hann vísaði til þess að sjötíu dönsk fyrirtæki hafi fylgt Margréti Danadrottningu til Víetnam. Bankarnir hafi verið stærstir og það hafi allir unnið með þeim. „Það hefði verið skrítið ef forsetinn hefði skorist úr þeim leik.“

Hann sagðist einnig hafa stutt mun fleiri fyrirtæki, fyrirtæki sem væru burðarrásir í endurreisninni. Það hefði ekki verið nema fyrir stuðninginn forsetans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert