Tekur undir með forsetanum

Jón Bjarnason afhenti Steingrími J. lyklavöldin í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu …
Jón Bjarnason afhenti Steingrími J. lyklavöldin í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um áramótin mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Bjarnason, þingmaður VG, tekur undir gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og að hún hafi reynt að keyra í gegnum þingið of mörg stór mál og umdeild án fyrirhyggju eða réttrar forgangsröðunar út frá hagsmunum þjóðarinnar. Þetta kemur fram á bloggvef þingmannsins og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórnninni sem nú situr.

„Þjóðin hefur kosið sér forseta til næstu fjögra ára. Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti hlaut afgerandi kosningu með hreinum meirihluta greiddra atkvæða. Þeim Ólafi og Dorrit er hér með óskað hjartanlega til hamingju. 

Ég tek undir með frambjóðendunum Andreu Ólafsdóttur og Hannesi Bjarnasyni sem bæði lögðu áherslu á það hlutverk forsetans að treysta og efla beint lýðræði í landinu.

Ólafur braut blað í sögu íslenska lýðveldisins með því að beita þeim ákvæðum sjórnarskrárinnar að hafna undirskrift umdeildra laga og skjóta ákvörðunum þjóðarinnar. Sú ákvörðun hefur leitt til mikillar og jákvæðrar umræðu um stöðu lýðræðis í landinu og hvernig það megist þróast.

Athyglisvert er að sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma virðast óttast þennan rétt sitjandi forseta í stað þess að líta á þennan rétt sem eina af grunnstoðum lýðræðisins. 

Ég er mjög hlynntur því að þjóðin fái með beinum hætti  tækifæri til að segja álit sitt á einstaka stjórnvaldsákvörðunum áður en þær fá staðfestingu og jafnframt að hún geti átt frumkvæði í að einstök mál séu borin fram fyrir þjóðina til álits og ákvörðunar,“ segir á bloggvef Jóns Bjarnasonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert