Bjarni Þóroddsson gefur kost á sér í 3.-6. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Bjarni hefur verið félagi í hreyfingunni frá 2007 og hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum flokksins síðan þá.
Hann sat í stjórn Ungra vinstri grænna á Akureyri 2007-2010, 2008-10 sem formaður. Jafnframt var hann í kjördæmisráði Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi 2008-10.
Bjarni sat í stjórn Ungra vinstri grænna 2008-2010 sem meðstjórnandi og 2011-12 sem varaformaður. Hann situr nú í landsstjórn UVG og í miðlægri kosningarstjórn fyrir þeirra hönd.
Bjarni var í 10. sæti á lista VG á Akureyri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.
Bjarni er stúdent af félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri 2010 og stundar nú nám í stjórnmálafræði við HÍ.