Kosningavaka mbl.is

Fréttavakt verður á mbl.is allan sólarhringinn, alla helgina.
Fréttavakt verður á mbl.is allan sólarhringinn, alla helgina. mbl.is/Ómar

„Fyrstu tölur, fyrstu viðbrögð, fyrstu fagnaðarópin eða vonbrigðin – við ætlum okkur að segja frá öllu þessu og miklu meiru á kosningavöku mbl.is,“ segir Sunna Ósk Logadóttir, fréttastjóri á mbl.is.

Í dag verður öflug umfjöllun um kosningarnar á vefnum og þegar líða tekur á kvöldið og fyrstu tölur fara að berast verður ritstjórn mbl.is um allan bæ að leita viðbragða. Fylgst verður með framvindunni allan sólarhringinn.

Úrslitin á myndrænu formi

„Við munum birta nýjustu tölur í aðgengilegri grafík á forsíðu mbl.is um leið og þær berast frá kjörstjórnum,“ segir Sunna. „Við munum svo einnig birta fréttaskýringar um stöðuna og fá viðbrögð stjórnmálafræðinga, formanna flokkanna og annarra svo fljótt sem auðið er.“

Kosningunum verða því gerð skil í fréttum, fréttaskýringum, ljósmyndum, myndskeiðum og grafík.

„Á mbl.is munum við birta atkvæðatölur úr öllum kjördæmum jafnharðan og þær berast og setja þær upp á myndrænan hátt,“ segir Soffía Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri mbl.is.

„Eftir því sem talningu vindur fram breytist kosningaspáin og við munum stilla upp nöfnum og myndum af væntanlegum þingmönnum auk þess sem hægt verður að sjá hvernig útreikningi jöfnunarsæta er háttað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert