Báðir lofa skattaafslætti

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brosti þegar hann gekk á fund forseta …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brosti þegar hann gekk á fund forseta Íslands í vikunni. Hans bíða hins vegar flókin og erfið verkefni verði hann í forystu næstu ríkisstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í kosn­inga­stefnu­skrám bæði Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks er að finna lof­orð um að leysa skulda­vanda heim­il­anna með því að veita sér­stak­an skatta­afslátt sem verði notaður til að lækka höfuðstól hús­næðislána.

Fram­sókn­ar­flokk­ur lagði í kosn­inga­bar­áttu sinni höfuðáherslu á að nýta það „svig­rúm sem skap­ast við upp­gjör þrota­búa bank­anna ... til að leiðrétta stökk­breytt verðtryggð hús­næðislán.“

Þetta lof­orð var tals­vert gagn­rýnt í kosn­inga­bar­átt­unni. Sjálf­stæðis­menn bentu m.a. á að þeir sem skulda mest myndu fá mest. 20% skuld­aniður­færsla þýddi að sá sem skuld­ar 120 millj­ón­ir fær 24 millj­ón­ir í skulda­lækk­un en sá sem skuld­ar 20 millj­ón­ir fengi 4 millj­ón­ir í lækk­un.

Fram­sókn lagði fram til­lögu um skatta­afslátt til lækk­un­ar skulda

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lagði í sinni stefnu fram til­lögu um að færa „allt að 40.000 krón­ur á mánuði í sér­stak­an skatta­afslátt vegna af­borg­ana af íbúðaláni“. Flokk­ur­inn lagði líka til að fólki yrði heim­ilað að nota fram­lag sitt og vinnu­veit­anda í sér­eign­ar­sparnað til að greiða skatt­frjálst niður höfuðstól láns­ins. Þetta myndi þýða að mánaðarlega færu 4% laun­anna inn á höfuðstól íbúðaláns­ins.

At­hygli vek­ur að talað er um „allt að 40.000 krón­ur“ og ekk­ert er fjallað um hvaða áhrif það hef­ur ef hjón standa að baki lán­inu.

Fram­sókn­ar­menn gagn­rýndu tals­vert þessa leið og sögðu að þetta þýddi að þeir sem væru með mest­ar tekj­ur fengju skatta­afslátt og þeir sem ekki greiddu skatta fengu enga skatta­afslátt.

Það vek­ur hins veg­ar at­hygli að í kosn­inga­stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins er að finna til­lögu um skatta­afslátt sem er efn­is­lega eins og til­laga sjálf­stæðismanna. Þar seg­ir „að skatta­afslátt­ur verði veitt­ur vegna af­borg­ana hús­næðislána og upp­hæð af­slátt­ar­ins greiðist beint inn á höfuðstól láns­ins. Áfram verði leitað leiða til að veita fólki já­kvæða hvata til að standa í skil­um og minnka skuld­setn­ingu heim­il­anna.“

Ekki verður annað séð en að for­ystu­mönn­um flokk­anna ætti reyn­ast auðvelt að ná sam­an um þessa laga­breyt­ingu. Sjálf­stæðis­menn segja að þeirra til­laga kosti rík­is­sjóð 16 millj­arða á ári. Ill­ugi Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði í umræðuþætti á Stöð tvö, að sjálf­stæðimenn gerðu ráð fyr­ir að um tíma­bund­inn af­slátt væri að ræða sem stæði í fimm ár.

Hvað á að gera við 300 millj­arða?

Ekki virðist held­ur vera neinn ágrein­ing­ur milli Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks um að samn­ing­ar við eig­end­ur þrota­búa bank­anna skapi svig­rúm sem geti skilað rík­is­sjóði veru­leg­um fjár­mun­um. Er­lend­ir eig­end­ur þrota­bú­anna eru með um 2.500 millj­arða króna bundna hér á landi og vegna gjald­eyr­is­haft­anna kom­ast þeir ekki með þessa pen­inga burt nema að leita eft­ir samn­ingi við ís­lensk stjórn­völd. Eng­inn veit hve lang­an tíma tek­ur að semja við þrota­bú­in og eng­inn veit held­ur hversu mikla fjár­muni viðræðurn­ar gætu skilað. Sum­ir hafa nefnt töl­ur eins 250-300 millj­arða.

Það er hins veg­ar póli­tísk spurn­ing hvað rík­is­sjóður á að gera við þessa 300 millj­arða. Fram­sókn­ar­menn eru bún­ir að svara þeirri spurn­ingu al­veg skýrt. Þeir eiga að ganga til heim­il­anna í land­inu. Friðrik Már Bald­urs­son, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, bend­ir hins veg­ar á að ef þess­ir 300 millj­arðar væru notaðir til að lækka skuld­ir rík­is­ins, en það skuld­ar um 1.500 millj­arða, væri hægt að lækka ár­leg­an vaxta­kostnað rík­is­sjóðs um 13 millj­arða. Áætlað er að rík­is­sjóður þurfi á þessu ári að borga 88 millj­arða í vexti.

Draga má þá álykt­un að ef ný rík­is­stjórn set­ur á sum­arþingi lög um skatta­afslátt til niður­greiðslu hús­næðislána og sem­ur síðan síðar á kjör­tíma­bil­inu við þrota­bú bank­anna kæmi til greina að skipta ágóðanum sem kem­ur út úr þeim samn­ing­um milli heim­il­anna og rík­is­sjóðs.

Frosti Sig­ur­jóns­son, nýr þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, benti á í umræðuþætt­in­um á Stöð tvö, að þó að það drag­ist að ná sam­komu­lagi við þrota­bú bank­anna mætti fara aðrar leiðir til að ná pen­ing­um af þeim. Með því að leggja 2% skatt á eign­ir þrota­bú­anna fengi rík­is­sjóður um 50 millj­arða. Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG, sagði að rík­is­stjórn­in hefði haft þessa leið til skoðunar.

Rík­is­sjóður á fáa vini

Það hef­ur stund­um verið sagt að í aðdrag­anda kosn­inga eigi rík­is­sjóður fáa vini. Stjórn­mála­menn lofa miklu í kosn­inga­bar­átt­unni og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir stofna til nýrra út­gjalda sem eiga að koma til fram­kvæmda á næsta kjör­tíma­bili.

Rík­is­sjóður stend­ur frammi fyr­ir þungri greiðslu­byrði af lán­um á næstu árum. Ríkið þarf að greiða 170 millj­arða þann 1. janú­ar 2014 af fimm ára skulda­bréfi sem gefið var út árið 2008. Ákveðið hef­ur verið að fram­lengja lán­inu og breyta lána­skil­mál­um. Árið 2018 þarf rík­is­sjóður að greiða 213 millj­arða af láni sem tekið var til að fjár­magna eig­in­fjár­fram­lag rík­is­sjóðs til fjár­mála­stofn­ana.

Í nýrri skýrslu Seðlabank­ans um fjár­mála­stöðug­leika kem­ur fram að þjóðin á ekki gjald­eyri fyr­ir af­borg­un­um er­lendra lána næstu árin.

Skulda­mál heim­il­anna verður aðeins eitt af mörg­um brýn­um verk­efn­um sem bíða nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Ef við höld­um okk­ar við skulda­mál­in þá þarf ný rík­is­stjórn að taka ákvörðun um framtíð Íbúðalána­sjóðs. Frá ár­inu 2008 er tap sjóðsins um 52 millj­arðar króna og frá ár­inu 2010 hef­ur eig­in­fjár­fram­lag rík­is­sjóðs til Íbúðalána­sjóðs numið um 46 millj­örðum króna. Það er al­veg ljóst að rík­is­sjóður þarf að leggja með ein­um eða öðrum hætti meira fé til sjóðsins á næstu árum.

Ekki mun draga úr vanda Íbúðalána­sjóðs ef ný rík­is­stjórn hrind­ir í fram­kvæmd lof­orði Fram­sókn­ar­flokks­ins um af­nám verðtrygg­ing­ar á hús­næðislán­um, en öll lán Íbúðalána­sjóðs eru verðtryggð og öll skulda­bréf sjóðsins sem liggja að baki þess­um lán­um eru verðtryggð. Fram­sókn­ar­menn hafa ekki lofað að breyta öll­um göml­um verðtryggðum lán­um í óverðtryggð. Þeir hafa lagt áherslu á að banna verðtrygg­ingu á öll­um nýj­um lán­um og bæta síðan við að fyrsta skrefið í af­námi verðtrygg­ing­ar eigi að vera „að setja þak á hækk­un verðtrygg­ing­ar neyt­endalána“.

Hætta á verðbólgu í kjöl­far af­náms hafta

Annað risa­stórt mál sem all­ir flokk­ar hafa lýst stuðningi við er af­nám gjald­eyr­is­hafta. Seðlabank­inn hef­ur kynnt áætl­un um los­un gjald­eyr­is­hafta. Ljóst er að þetta verk­efni kall­ar á náið sam­starf milli Seðlabank­ans, stjórn­valda og kröfu­hafa bank­anna. Sú hætta er fyr­ir hendi að við af­nám gjald­eyr­is­hafta lækki gengi krón­unn­ar sem aft­ur leiðir til verðbólgu og hækk­un verðtryggðra skulda heim­il­anna. Af­nám gjald­eyr­is­hafta verður því ekki rædd nema í tengsl­um við skulda­mál heim­il­anna. Til lít­ils er að grípa til viðamik­illa aðgerða fyr­ir heim­il­in ef ávinn­ing­ur aðgerðanna brenn­ur upp í verðbólgu í kjöl­far af­náms gjald­eyr­is­hafta.

Í nóv­em­ber renna kjara­samn­ing­ar úr gildi og ljóst að þeir koma til með að kalla á auk­in út­gjöld fyr­ir rík­is­sjóð. Aldraðir og ör­yrkj­ar telja sig hlunn­farna í niður­skurði síðustu ára og von­ast eft­ir að stjórn­mála­menn, sem lofað hafa að bæta kjör þeirra, standi við stóru orðin. Þá er ónefnd­ur vandi líf­eyr­is­sjóðs op­in­bera starfs­manna. Þar vant­ar yfir 400 millj­arða. Tvö ár eru síðan Fjár­mála­eft­ir­litið krafðist þess að þegar í stað yrði tekið á vanda sjóðsins. Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur ýtt þess­um vanda á und­an sér.

Gríðarlega flók­in og vanda­söm verk­efni

Einn viðmæl­andi blaðsins sagði að verk­efn­in sem biðu þeirra stjórn­mála­manna sem nú eru að reyna að mynda rík­is­stjórn væru svo flók­in og viðamik­il að það væri eng­in leið fyr­ir for­ystu­menn stjórn­mála­flokk­anna að ná að finna lausn á þeim öll­um í nokk­urra vikna stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. Hann sagðist raun­ar ef­ast um að fram­sókn­ar­menn væru með á hreinu hvernig þeir ætluðu hrinda í til­lög­um sín­um í skulda­mál­um í fram­kvæmd.

Fram­sókn­ar­menn sem mbl.is ræddi við sögðu vissu­lega rétt að verk­efn­in væru mörg og flók­in. Aðal­atriðið væri að menn næðu sam­komu­lagi um hvert ætti að stefna og hver mark­miðin ættu að vera. Það yrði síðan verk­efni nýrr­ar rík­is­stjórn­ar að út­færa þá stefnu sem mörkuð verður í stjórn­arsátt­mála.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viljað takast á við skuldavanda …
Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur viljað tak­ast á við skulda­vanda heim­il­anna með skatta­afslætti sem notaður verði til að lækka höfuðstól lán­anna. mbl.is/​Golli
Margt bendir til að forsendur frjárlaga séu veikari en ríkisstjórnin …
Margt bend­ir til að for­send­ur frjár­laga séu veik­ari en rík­is­stjórn­in lagði upp með í haust. Einka­neysla er minni en reiknað var með og hag­vöxt­ur sömu­leiðis. mbl.is
Íslensk heimili eru skuldsett og Framsóknarflokkurinn segir að mikilvægur liður …
Íslensk heim­ili eru skuld­sett og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn seg­ir að mik­il­væg­ur liður í að koma efna­hags­líf­inu í gang sé að lækka skuld­ir þeirra. mbl.is/​Val­dís Þórðardótt­ir
Ríkissjóður skuldar 1.500 milljarða og reiknað er með að hann …
Rík­is­sjóður skuld­ar 1.500 millj­arða og reiknað er með að hann þurfi í ár að greiða 88 millj­arða í vexti. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka