„Formlegar viðræður geti hafist um helgina“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að tíðinda varðandi stjórnarmyndun geti verið að vænta um helgina.

„Ég vænti þess að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist um helgina,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Eyjuna í gærkvöldi. Hann vildi ekki staðfesta við hvaða flokk formlegar viðræður myndu hefjast með.

Sigmundur sagði að samtöl við formenn flokkanna hefðu gengið vel og að nú lægi fyrir með skýrari hætti en áður „að afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri bankanna muni fylgja svigrúm sem meðal annars verður hægt að nýta í þágu heimilanna“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka