Sjálfstæðisflokkurinn að senda skilaboð

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sent út skilaboð um að hann sé líklegur til að taka málin í sínar hendur og hefja viðræður við aðra flokka en Framsóknarflokkinn, skrifar Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, á bloggsíðu sína. Er hann þar að túlka skrif Friðjóns R. Friðjónssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem í morgun setti í færslu á sína bloggsíðu þar sem hann efaðist um að Framsóknarflokkurinn væri stjórntækur sökum reynsluleysis.

„Friðjón R. Friðjónsson er náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar. Hann var aðstoðarmaður hans lengst af á síðasta kjörtímabili og verið lengur í innsta hring Flokksins en ungum mönnum er hollt,“ skrifar Björn Valur.

„Í því ljósi ber að lesa skrif hans um Framsóknarflokksins. Þetta eru sem sagt ekki einstaklingsskrif sem hent hefur var á netið af glaseygum heimdellingi út í nóttina í tímabundnu reiðikasti. Þvert á móti. Þessi grein var framkölluð í dýpstu myrkrakompu Valhallar í hæfilegri stærð og skerpu. Skilaboðin eru þau að Flokkurinn sé að finna til fótanna eftir útreiðina sem hann fékk í kosningunum og þurfi ekkert frekar en hann vil að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.

Skilaboðin eru þau að sökum reynsluleysis og aumingjaskapar hins nýja þingflokks þurfi framsóknarmenn á þrautreyndum valdaflokki að halda til að komast til manns og pólitískra metorða. Skilaboðin eru þau að formaður Framsóknarflokksins hafi haldið illa á þeim spilum sem bóndinn á Bessastöðum lét í hendurnar á honum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sent út skilaboð um að hann sé líklegur til að taka málin í sínar hendur og hefja viðræður við aðra flokka en Framsóknarflokkinn,“ skrifar varaformaður VG.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka