Framsókn og Sjálfstæðisflokkur í stjórnarmyndunarviðræður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur sent frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem hann seg­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn ætla að fara í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður með Sjálf­stæðis­flokki. Seg­ir Sig­mund­ur að skulda­mál heim­il­anna séu í for­gangi í viðræðum. Seg­ist hann meta málið sem svo að góður vilji sé meðal Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks, um vinna að út­færslu um skulda­mál.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Sig­mundi seg­ir:

„Frá því að for­seti Íslands veitti mér umboð til að hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður s.l. þriðju­dag hef ég átt mjög gagn­leg und­ir­bún­ings­sam­töl við for­ystu­menn þeirra flokka sem fengu þing­menn kjörna í kosn­ing­un­um í apríl. Ég hef einnig notað tím­ann til að fara yfir og rifja upp helstu áherslu­atriði flokk­anna í kosn­inga­bar­átt­unni sem á und­an fór.

 Af hálfu míns flokks hef ég lagt áherslu á þau mál sem flokk­ur­inn setti í for­gang fyr­ir kosn­ing­ar, einkum leiðrétt­ingu á skuld­um heim­il­anna. Auk þess hafa ýmis önn­ur mál verið reifuð. Þótt skoðanir séu skipt­ar um sumt, eins og vænta mátti, er mik­ill sam­hljóm­ur í af­stöðu flokka til margra mála. Það gef­ur von um að stjórn­mála­menn ólíkra flokka muni geta sam­ein­ast um ýmis fram­fara­mál á kjör­tíma­bil­inu.  

 Það er niðurstaða mín að hefja nú form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður á milli Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks. Ég met und­ir­bún­ings­sam­töl mín við formann Sjálf­stæðis­flokks­ins svo að góður vilji sé til þess af hans hálfu að vinna að út­færslu á aðgerðum vegna  skulda­mál­anna með ár­ang­ur fyr­ir heim­il­in í for­grunni lausn­anna. Verði í því augnamiði horft til þeirra hug­mynda að lausn sem Fram­sókn hef­ur unnið að og kynnt og jafn­framt og um leið til þeirra út­færslna sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafði lagt áherslu á, sem leið að sama marki.

 Eins og ég hef lagt áherslu á má tengja lausn þess­ara mála þeirri staðreynd að kröfu­haf­ar í bú föllnu bank­anna verða að sæta af­föll­um af kröf­um sín­um. Lík­ur standa til að fyrr­greind­um aðilum sé þessi staða ljós. Ekki er því stefnt að því að end­ur­reisn heim­il­anna valdi rík­is­sjóði búsifj­um sem hann má ekki við.

 Marg­vís­leg önn­ur mál bíða úr­lausn­ar á kjör­tíma­bil­inu, mál sem geta haft mik­il áhrif á vel­ferð þjóðar­inn­ar í bráð og lengd. Því er eðli­legt að leit­ast verði við, a.m.k. í fyrstu at­rennu, að mynda stjórn með nægj­an­lega öfl­ug­an þing­meiri­hluta til að rík­is­stjórn sem við hann styðst hafi afl til að sinna óvenju vanda­söm­um verk­um. Einnig er sjálfsagt við upp­haf form­legra stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna að hafa ríka hliðsjón af þeim skila­boðum sem lesa má úr niður­stöðum ný­af­staðinna kosn­inga,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka