Flestir strikuðu yfir nafn Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Stuðnings­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi strikuðu flest­ir yfir nafn Bjarna Bene­dikts­son­ar í ný­af­stöðnum þing­kosn­ing­um. Útstrik­an­ir, eða færsla í sæti neðar en nem­ur röðun­ar­tölu, voru 738. Hlut­fallið af at­kvæðatölu list­ans nem­ur 4,73%.

Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt frá lands­kjör­stjórn.

Bjarni var efsti maður á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Elín Hirst, sem var fimmti maður á lista flokks­ins, kem­ur næst á eft­ir Bjarna með 551 út­strik­un. Nem­ur hlut­fallið 3,53%. Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fjórði maður á list­an­um, var með 373 út­strik­an­ir, eða 2,39%.

Kjós­end­ur Bjartr­ar framtíðar strikuðu flest­ir yfir nafn Freyju Har­alds­dótt­ur sem var önn­ur á lista flokks­ins. Alls voru út­strik­an­irn­ar 152 tals­ins, eða 3,24%

Þá var oft­ast var strikað yfir nafn Ögmund­ar Jónas­son­ar, sem var efsti maður á lista VG í Krag­an­um, eða 93 sinn­um. Hlut­fallið nam 2,33%.

Sé litið til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kjör­dæm­inu, þá strikuðu flest­ir yfir nafn Mar­grét­ar Gauju Magnús­dótt­ur, sem var fjórða á lista flokks­ins, eða 101 út­strik­un. Hlut­fallið var 1,46%. Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem var efsti maður list­ans, kom næst­ur á eft­ir henni með 87 út­strik­an­ir, eða 1,26%.

Hjá Pír­öt­um strikuðu flest­ir yfir nafn Há­kon­ar Ein­ars Júlí­us­son­ar. Útstrik­an­irn­ar voru 25, eða 0,98% af at­kvæðatölu list­ans.

Hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um strikuðu flest­ir yfir nafn Eygló­ar Harðardótt­ur, sem var efsti maður list­ans. Útstrik­an­irn­ar voru 64 eða 0,58% hlut­fall.

Tekið skal fram að of­an­greind­ar út­strik­an­ir hafa eng­in áhrif á röð fram­bjóðenda á list­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka