Viðræður Bjarna og Sigmundar hafnar á ný

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Viðræður eru hafn­ar á ný á milli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar en þær hóf­ust form­lega í gær.

Ekk­ert nýtt er að frétta af stöðu viðræðnanna að sögn Jó­hann­es­ar Þórs Skúla­son­ar, aðstoðar­manns Sig­mund­ar Davíðs, og seg­ir hann að verið sé að fara yfir ýmis mál. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu lengi viðræðurn­ar kunna að standa yfir í dag eða hvar þær fara fram.

Eins og í gær fara viðræðurn­ar fram með þátt­töku aðstoðarmanna formann­anna auk þeirra sjálfra en aðrir hafa enn sem komið er ekki verið kvadd­ir til í þeim efn­um. For­menn flokk­anna hafa verið bjart­sýn­ir á fram­haldið og sagt að viðræðurn­ar gengju vel fyr­ir sig. Ekki ætti að vera erfitt að ná sama um mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka