Viðræður Bjarna og Sigmundar hafnar á ný

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Viðræður eru hafnar á ný á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar en þær hófust formlega í gær.

Ekkert nýtt er að frétta af stöðu viðræðnanna að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og segir hann að verið sé að fara yfir ýmis mál. Ekki liggur fyrir hversu lengi viðræðurnar kunna að standa yfir í dag eða hvar þær fara fram.

Eins og í gær fara viðræðurnar fram með þátttöku aðstoðarmanna formannanna auk þeirra sjálfra en aðrir hafa enn sem komið er ekki verið kvaddir til í þeim efnum. Formenn flokkanna hafa verið bjartsýnir á framhaldið og sagt að viðræðurnar gengju vel fyrir sig. Ekki ætti að vera erfitt að ná sama um mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert