Viðræðurnar halda áfram í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Viðræður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar halda áfram í dag en þær hófust í gær og stóðu yfir fram á kvöld.

Litlar fréttir hafa fengist af viðræðunum aðrar en að þær gangi vel. Þá hefur komið fram að mögulegt ætti að vera að ljúka þeim í þessari viku. Ný ríkisstjórn gæti því litið dagsins ljós fyrir næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka