Ekkert sem valda á töfum

00:00
00:00

„Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að við séum með heild­stætt efna­hagspl­an og að við séum með stjórn­arsátt­mála sem tek­ur á mik­il­væg­ustu mál­un­um. Og það get­ur vel verið að það muni taka lengri tíma en við gerðum ráð fyr­ir að leysa úr ein­stök­um efn­is­atriðum en það er ekk­ert sér­stakt sem ég sé fyr­ir mér að eigi að valda mikl­um töf­um.“

Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is en hann og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gerðu hlé á stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum sín­um í dag til þess að ræða við fjöl­miðla við Alþing­is­húsið þar sem viðræðurn­ar fara fram.

Bjarni seg­ir aðspurður að viðræðurn­ar hafi gengið vel eins og von­ast hafi verið til. „Þetta hef­ur farið vel af stað, bara góður tónn og við erum svona að ná utan um breiðu lín­urn­ar, stóra sam­hengi hlut­anna og för­um síðan að vinna okk­ur inn í ein­staka mála­flokka.“ Mest­ur tími til þessa hafi farið í að ræða efna­hags­mál­in.

„Þetta tek­ur ein­hverja daga. Ég hafði verið að horfa til þess að þetta gæti gerst öðru hvoru meg­in við helg­ina. Eig­um við ekki að segja að strax eft­ir helgi að þá ættu lín­ur að vera mjög farn­ar að skýr­ast,“ seg­ir hann enn­frem­ur spurður um það hvenær gera meg­in ráð fyr­ir að niðurstaða liggi fyr­ir í viðræðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka