Viðræðurnar halda áfram á hádegi

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is

Viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins halda áfram í dag og hefjast í hádeginu að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins.

Stjórnarmyndunarviðræðurnar hófust á sunnudag og héldu áfram í gær en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum fóru þær fram í sumarbústað föður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við Þingvallavatn í gær og fyrradag. Að þessu sinni verður hins vegar fundað í höfuðborginni að sögn Jóhannesar en enn sem komið er hafa ekki aðrir tekið þátt í viðræðunum en formennirnir og aðstoðarmenn þeirra.

Jóhannes segist aðspurður reikna með að haldið verði áfram í dag að fara yfir mál sem rædd hafa verið til þessa og einhverjum nýjum bætt við. Viðræðurnar hefðu gengið vel til þessa en ættu allavega eftir standa yfir fram að helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka