Ingveldur aðstoðar Sigurð Inga

Ingveldur Sæmundsdóttir
Ingveldur Sæmundsdóttir

Ingveldur Sæmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún hefur störf í dag.

Ingveldur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Áður starfaði hún sem vörustjóri hjá Hátækni ehf. og Pennanum. Þar áður var hún verslunarstjóri hjá Pennanum, samkvæmt fréttatilkynningu.

Ingveldur er með  B.Sc. próf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS og diploma í alþjóðlegri markaðshagfræði frá Business Academy Copenhagen North. Þá stundaði hún nám í stjórnun og stefnumótun í tvær annir við Háskóla Íslands.                

Ingveldur er gift Guðmundi S. Ólafssyni hugbúnaðarsérfræðingi og eiga þau tvær dætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert