Sigríður aðstoðar Illuga

Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigríður Hallgrímsdóttir

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­málaráðherra hef­ur ráðið Sig­ríði Hall­gríms­dótt­ur sem aðstoðarmann sinn.

Sig­ríður er með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og hef­ur und­an­farið starfað sem ráðgjafi hjá al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM. Hún hef­ur m.a. starfað sem fram­kvæmda­stjóri hjá SJÁ ehf., sem aðstoðarfram­kvæmda­stjóri hjá Cred­it­in­fo Group og aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Industria ehf. Þá hef­ur hún bæði tekið þátt í stofn­un og setið í stjórn nokk­urra fyr­ir­tækja.

Sig­ríður er vara­formaður Fé­lags viðskipta­fræðinga og hag­fræðinga og hef­ur tekið virk­an þátt í fé­lags­starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún er formaður Hvat­ar, fé­lags sjálf­stæðis­k­venna í Reykja­vík, var formaður Upp­lýs­inga- og fræðslu­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, sat í miðstjórn og var um skeið vara­formaður Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna.

Auk þess sit­ur Sig­ríður í stjórn Vina­fé­lags Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, sem og í stjórn Áslaug­ar­sjóðs, styrkt­ar­stofn­un­ar Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar og um skeið sat hún í stjórn Íslenska dans­flokks­ins. Sig­ríður er jafn­framt formaður jafn­rétt­is­nefnd­ar Banda­lags kvenna í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert