59,9% styðja ríkisstjórnina

Þingmennirnir Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Jakobsdóttir á Alþingi.
Þingmennirnir Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Jakobsdóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist 59,9% sam­kvæmt nýrri könn­un MMR um fylgi stjórn­mála­flokka.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina (stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks) mæld­ist tölu­vert meiri en stuðning­ur við frá­far­andi rík­is­stjórn í síðustu mæl­ingu. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 59,9% styðja rík­is­stjórn­ina nú, borið sam­an við 31,5% sem sögðust styðja frá­far­andi rík­is­stjórn í síðustu mæl­ingu sem var gerð 14 - 17 maí 2013.

Í könn­un­inni nýt­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stuðnings 28,2% kjós­enda, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með 21,2% og VG er með 13,8% fylgi. Sam­fylk­ing­in er með 11,7% fylgi og Björt framtíð 11,2%. 6,6% aðspurðra styðja Pírata.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert