„Þetta er eins og gerist í prófkjörum. Aldrei er hægt að gefa sér niðurstöðu fyrirfram. Ég stefndi á fyrsta sætið og fékk annað,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi um niðurstöðu prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fór fram í gær.
Júlíus Vífill sóttist eftir því að leiða listann en hafnaði í öðru sæti. Hann segist hafa í hyggju að taka sætið sem hann var kjörinn í, spurður um framhaldið.
Júlíus Vífill tók við formennsku í borgarstjórnarflokknum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er hún tók við embætti innanríkisráðherra í maí á þessu ári.