Framsókn bætir við sig

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynna aðgerðir …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynna aðgerðir stjórnvalda til að leiðrétta skuldastöðu heimilanna. mbl.is/Ómar

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir fengju sam­an­lagt 43,4% fylgi ef gengið yrði til þing­kosn­inga nú, sam­kvæmt skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands fyr­ir Morg­un­blaðið.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi 23,3% at­kvæða og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 20,1%. Þetta er nærri átta pró­sentu­stig­um minnna en flokk­arn­ir fengu í þing­kosn­ing­um í apríl sl. þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk 26,7% at­kvæða og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 24,4%. Könn­un­in var gerð dag­ana 2. og 3. des­em­ber sl., eða eft­ir að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skulda­mál­um voru kynnt­ar.

Hins veg­ar er niðurstaðan núna at­hygl­is­verðari í sam­an­b­urði við síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, sem gerð var í nóv­em­ber síðastliðinn, eða áður en skulda­leiðrétt­ing­arn­ar voru kynnt­ar. Þá mæld­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 24,1% at­kvæða en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með aðeins 13,2%, eða um 11 pró­sentu­stig­um minna en í kosn­ing­um. Síðan í nóv­em­ber hafa aðrir flokk­ar tapað fylgi, að Pír­öt­um und­an­skild­um. Alls tóku 811 þátt í könn­un­inni nú og þar af gaf 651 upp af­stöðu sína.

Ánægja kjós­enda stjórn­ar­flokk­anna, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, með til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar um leiðrétt­ing­ar skulda er mun meiri en þeirra sem myndu kjósa aðra flokka. Sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar um af­stöðu til til­lagn­anna, sem sagt var frá í blaðinu í gær, eru 48% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks mjög ánægð og 44% frek­ar ánægð. Aðeins 2% fram­sókn­ar­manna eru mjög óánægð með til­lög­urn­ar. Af kjós­end­um Sjálf­stæðis­flokks­ins eru 34% mjög ánægð og 47% frek­ar ánægð.

Inn­an raða kjós­enda Bjartr­ar framtíðar reynd­ust 34% mjög eða frek­ar ánægð, 20% hjá kjós­end­um Sam­fylk­ing­ar og 18% hjá VG.

Svipaða sögu er að segja um af­stöðu til þess hvort aðgerðaáætl­un stjórn­valda myndi hafa mik­il eða lít­il áhrif á fjár­hag­inn. Þar eru kjós­end­ur stjórn­ar­flokk­anna já­kvæðari en aðrir, hóf­lega þó. Um 25% fram­sókn­ar­manna telja áætl­un­ina hafa mjög eða frek­ar mik­il áhrif og 19% sjálf­stæðismanna, en t.d. aðeins 2% sam­fylk­ing­ar­fólks.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert