Ræða hvort Halldór stígi til hliðar

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mun funda um stöðu flokksins í borginni í hádeginu. Meðal þess sem verður rætt er hvort að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, skuli stíga til hliðar, samkvæmt heimildum mbl.is.

Júlíus Vífill Ingvarsson skipar annað sæti listans.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 21,5% fylgis í borginni og fengi þrjá menn kjörna ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Morgunblaðið og birt var í gær. 

Í könnun sem blaðið birtir í dag kemur fram að 19% aðspurðra vilja að Halldór Halldórsson verði næsti borgarstjóri. 

Halldór Halldórsson var valinn til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri í nóvember. Hall­dór hlaut 1.802 at­kvæði í fyrsta sætið. 5.075 at­kvæði voru greidd. 102 seðlar voru auðir eða ógild­ir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert