Málefni heilsugæslunnar

Nauðsynlegt er að ná samkomulagi við ríkið um rekstur heilsugæslunnar á Akureyri þar sem samningar eru lausir. Þetta er forgangsmál hjá Framsóknarflokknum á Akureyri að sögn Guðmundar Baldvins Guðmundssonar oddvita. Hann leggur áherslu á að flokkurinn bjóði fram reynslu í kosningunum á laugardag. 

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að kosningum loknum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu. 

Guðmundur hitti okkur á æskuslóðunum á Eiðsvöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert