Listi Bjartrar framtíðar leggur áherslu á samvinnu í bæjarpólitíkinni á Akureyri, ýmislegt sé gamaldags við vinnubrögð þar sem meirihlutar og minnihlutar takast á. Margrét Kristín Helgadóttir, oddviti listans, segir það jafnframt ærið verkefni að skapa möguleika fyrir ungt fólk í bænum og koma í veg fyrir að fólk flytjist úr bænum.
mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að kosningum loknum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.
Margrét Kristín hitti okkur við skrifstofu Bjartrar framtíðar í Skipagötu en amma hennar bjó einmitt í húsinu.