Á síðustu árum hefur álag á starfsfólki Akureyrarbæjar verið mikið og nú er að skapast svigrúm til að létta á því að sögn Matthíasar Rögnvaldssonar, oddvita L-lista í bænum. Tryggja þurfi starfsemi heilsugæslunnar ásamt framboði á orku en hann segir finna lítinn áhuga fyrir pólitík.
mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að kosningum loknum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.
Matthías kaus að hitta okkur við háskólasvæðið á Akureyri.