Björt framtíð í Kópavogi leggur áherslu á húsnæðismál í komandi kosningum; mikilvægt sé að finna lausn varðandi leigumarkaðinn og félagsleg húsnæði. Skóla- og frístundamál eru einnig í brennidepli, en auka þarf samstarf á milli skóla og dægradvalar.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti flokksins, segir að Kópavogsbúar vilji að lögð sé áhersla á nærþjónustu við íbúana og hyggst Björt framtíð skapa ný viðmið í þeim efnum.
mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að loknum kosningum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.
Theodóra kaus að hitta okkur í Guðmundarlundi.