Fólkið í bænum leggur áherslu á að það sé gott að búa í Garðabæ, bæði fyrir unga sem aldna. Þá eiga foreldrar að geta haft val um það hvort þau geti fengið pláss fyrir ungbörn hjá dagforeldrum, á ungbarnaleikskólum eða haft börnin heima áður en leikskólapláss býðst.
María Grétarsdóttir, oddviti flokksins, segir að sveitarstjórnarkosningarnar snúist um að þörfum allra bæjarbúa sé sinnt. Gera megi betur í velferðarmálum og fjölga þurfi félagslegum íbúðum. Þá þurfi að auka íbúalýðræðið.
mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að loknum kosningum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.
María kaus að hitta okkur í Vífilsstaðahlíð