Bæta má þjónustu við íbúa

Framsóknarflokkurinn í Garðabæ setur skipulagsmál á oddinn í komandi kosningum en flokkurinn vill m.a. efna til hönnunarsamkeppni varðandi framtíð Garðaholtsins; þar sé hægt að skipuleggja þrjú til fjögur þúsund manna byggð sem þjóni öllum aldurshópum í bænum.

Einar Karl Birgisson, oddviti flokksins, segir að kosningarnar snúist um að veita Garðbæingum góða þjónustu. Þar megi ávallt gera betur.

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að loknum kosningum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.

Einar kaus að hitta okkur í Kirkjulundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert