Garðabær sérfélag en ekki samfélag

Björt framtíð í Garðabæ vill auka lífsgæði íbúa að loknum kosningum og segir mikilvægt að raddir allra íbúa fái að heyrast óháð aldri, stöðu eða búsetu. Flokkurinn segir jafnframt að hægt sé að hagræða í rekstri sveitarfélagsins.

Guðrún Elín Herbertsdóttir, oddviti flokksins, segir Garðabæ vera sérfélag en ekki samfélag. Þessu þurfi að breyta og hafa þurfi hag allra bæjarbúa að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar.

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að loknum kosningum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.

Guðrún kaus að hitta okkur á Garðatorgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert