Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hyggst halda áfram á sömu braut að loknum kosningum, þ.e. að sýna ábyrga fjármálastjórn, halda áfram að vera framarlega í skólamálum og hugsa í lausnum.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og áttundi maður á lista flokksins, segir ástæðulaust að breyta til þegar vel gengur, en hann segir kosningarnar snúast um að halda áfram á sömu braut. Gunnar segir ennfremur að Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ nálgist forystuhlutverkið af auðmýkt og ábyrgð.
mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að loknum kosningum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.
Gunnar kaus að hitta okkur á Vífilsstöðum.