Baráttan snerist ekki um aðalatriðin

Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins í Kópavogi, segir að kosningabaráttan í Kópavogi hafi að hans mati ekki snúist um aðalatriðin og það hafi komið honum á óvart.

„Gríðarleg yfirboð Samfylkingarinnar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í loforðum sem þeirgeta ekki staðið við. Það sjá það allir sem vilja sjá það að það er ekki hægt að lækka skatta og lækka gjöld og halda áfram að greiða niður skuldir ef við ætlum að eyða svona miklum peningum,“ sagði Hjálmar.

mbl.is hefur í vikunni birt stutt viðtöl við odd­vita fram­boða í stærstu sveit­ar­fé­lög­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Spurn­ing­arn­ar eru ein­fald­ar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að lokn­um kosn­ing­um – og um hvað snú­ast kosn­ing­arn­ar að þessu sinni? Þá fengu fram­bjóðend­ur að velja sér stað sem þeir út­skýra af hverju varð fyr­ir val­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert