Boðum breytingar í Kópavogi

Björt framtíð í Kópavogi.
Björt framtíð í Kópavogi.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi, er mjög sátt við árangurinn, en framboðið fær 15% atkvæða og nær inn tveimur mönnum samkvæmt síðustu tölum, þrátt fyrir að vera að bjóða sig fram í fyrsta sinn. 

„Við höfum verið heiðarleg og einlæg í þessari kosningabaráttu,“ segir Theódóra, og segir það áskorun fyrir nýtt framboð að bjóða sig fram í bænum án þess að vera með krónuloforð. Kópavogsbúar hafi sýnt því fullan skilning. „Við boðum breytingar, hvort sem við verðum í meirihluta eða minnihluta,“ segir Theódóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert