Innsláttarvilla í einni kjördeild

Einhverjir biðu fram undir morgun eftir tölunum.
Einhverjir biðu fram undir morgun eftir tölunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bókhalds- og innsláttarvilla í einni kjördeild í Reykjavík varð til þess að ekki tókst að birta síðustu tölur fyrr en rúmlega  sjö í morgun, daginn eftir kjördag. Þetta sagði Tómas Hrafn Sveinsson, formaður kjörstjórnar, í samtali við mbl.is í morgun.

Talningu í Reykjavík lauk klukkan þrjú í nótt en alltaf tafðist að birta lokatölur. Ef marka má samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter biðu margir fram undir morgun, spenntir að heyra úrslitin.

Þegar Tómas Hrafn ræddi við blaðamann mbl.is um klukkan sex í morgun sagði hann að leiðinlegt og bagalegt væri fyrir alla að ekki hafi tekist að birta lokatölur. Smávægileg reikningsskekkja hafi komið upp, upp á örfáa tugi atkvæða og því hafi þetta tafist. 

Lokatölur í Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka