Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi er mjög ánægður með þann árangur sem flokkurinn hefur náð í bænum, þar sem fylgi flokksins hafi stóraukist.
„Það sem mér er efst í huga, er þakklæti til þess frábæra fólks sem hefur lagt framboðinu lið,“ segir Birkir Jón. „Þetta er upphafið að glæstum tíma Framsóknarflokksins í Kópavogi.“
Framsóknarflokkurinn var með í síðustu tölum 11,9% og einn mann inni, en fékk 7,2% árið 2010.