Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttsemjari, og Davíð Þór Jónsson, prestur, ætla ekki að bjóða sig fram til forseta.
Í frétt RÚV um Bryndísi er haft eftir hún sé þakklát fyrir hvatningu sem hún fékk til að bjóða sig fram en að hún hafi nýlega tekið við starfi ríkissáttasemjara og vilji halda áfram að sinna því starfi.
Davíð Þór skrifar á Facebook að hanni hafi látið tilleiðast að íhuga alvarlega aðbjóða sig fram til embættisins. Hann hafi nú ákveðið að gefa ekki kost á sér. Skýringuna segir hann framboð Andra Snæs Magnasonar. Hann segir að hjörtu þeirra „slái í takt“ þegar komi að „þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.“