Ólafur Ragnar hættur við framboð

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar ekki að gefa kost …
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar ekki að gefa kost á sér í forsetakosningunum í júní. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hef­ur ákveðið að bjóða sig ekki fram til end­ur­kjörs. Í yf­ir­lýs­ingu frá Ólafi seg­ir að nú telji hann ljóst, með at­b­urðum síðustu daga, að þjóðin eigi kost á að velja fram­bjóðend­ur sem hafi „um­fangs­mikla þekk­ingu á eðli, sögu og verk­efn­um for­seta­embætt­is­ins; niðurstaða kosn­ing­anna gæti orðið áþekk­ur stuðning­ur við nýj­an for­seta og fyrri for­set­ar fengu við sitt fyrsta kjör.

Við þess­ar aðstæður er bæði lýðræðis­legt og eðli­legt, eft­ir að hafa gegnt embætt­inu í 20 ár, að fylgja í ljósi alls þessa rök­semda­færslu, grein­ingu og niður­stöðu sem ég lýsti í ný­ársávarp­inu.

Ég hef því ákveðið að til­kynna með þess­ari yf­ir­lýs­ingu þá ákvörðun mína að gefa ekki kost á mér til end­ur­kjörs.“

Yf­ir­lýs­ing Ólafs Ragn­ars í heild:

„Í ný­ársávarpi mínu til ís­lensku þjóðar­inn­ar 1. janú­ar bað ég lands­menn alla að íhuga vel lýs­ing­una á kjör­stöðu Íslands sem var meg­in­boðskap­ur ávarps­ins og til­kynnti að í „ljósi henn­ar og á grund­velli lýðræðis­ins sem er okk­ar aðals­merki finn­ast mér blasa við hin réttu vega­mót til að færa ábyrgð for­seta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til end­ur­kjörs.“

Í kjöl­far hinn­ar sögu­legu mót­mæla­öldu sem reis hátt í byrj­un apríl knúðu marg­ir á um að ég breytti þess­ari ákvörðun og gæfi kost á mér á ný þótt ég hefði þegar gegnt embætti for­seta í tutt­ugu ár; höfðuðu til umróts og óvissu og lít­ils fylg­is yf­ir­lýstra fram­bjóðenda.

Af skyldu­rækni og ábyrgð gagn­vart þeim sem lengi höfðu sýnt mér mikið traust til­kynnti ég 18. apríl að ég myndi verða við þess­um ósk­um en lýsti jafn­framt yfir, að ég myndi taka því vel ef í ljós kæmi að aðrir nytu nægi­legs trausts þjóðar­inn­ar til að gegna embætt­inu.

Kann­an­ir hafa síðan sýnt að fjöldi kjós­enda vildi fela mér embættið á ný en það hef­ur líka orðið sú ánægju­lega þróun að öld­ur mót­mæla hef­ur lægt og þjóðmál­in eru kom­in í hefðbund­inn og friðsam­legri far­veg.

Það er nú líka orðið ljóst með at­b­urðum síðustu daga að þjóðin á nú kost á að velja fram­bjóðend­ur sem hafa um­fangs­mikla þekk­ingu á eðli, sögu og verk­efn­um for­seta­embætt­is­ins; niðurstaða kosn­ing­anna gæti orðið áþekk­ur stuðning­ur við nýj­an for­seta og fyrri for­set­ar fengu við sitt fyrsta kjör.

Við þess­ar aðstæður er bæði lýðræðis­legt og eðli­legt, eft­ir að hafa gegnt embætt­inu í 20 ár, að fylgja í ljósi alls þessa rök­semda­færslu, grein­ingu og niður­stöðu sem ég lýsti í ný­ársávarp­inu.
Ég hef því ákveðið að til­kynna með þess­ari yf­ir­lýs­ingu þá ákvörðun mína að gefa ekki kost á mér til end­ur­kjörs.

Um leið þakka ég ein­læg­lega þann mikla stuðning sem ég hef notið og vona að allt það góða fólk sem hvatti mig til fram­boðs sýni þess­ari ákvörðun vel­vilja og skiln­ing.

Þessi niðurstaða mín er studd þeirri full­vissu að þjóðin get­ur nú far­sæl­lega valið sér nýj­an for­seta og ég er, eft­ir langa setu hér á Bessa­stöðum, bæði í huga og hjarta reiðubú­inn að ganga glaður til nýrra verka.“

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka