Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi felldi í dag tillögu um að fara fram á að flokksþing verði haldið hjá flokknum í haust. Frá þessu greinir á vef Ríkisútvarpsins en kjördæmisráð flokksins í Suður- og Norðvesturkjördæmi samþykktu tillöguna með miklum meirihluta atkvæða.
Á vef RÚV greinir frá því að tillagan hafi verið felld með litlum mun atkvæða en ólíkar skoðanir eru á meðal flokksmanna um hvort endurnýja þurfi forystu flokksins sem er gert með atkvæðagreiðslu á flokksþingi.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins getur boðað til flokksþings en kjördæmisþingin geta flýtt fyrir ferlinu að því er fram kom í frétt RÚV í morgun.