Sendi stuðningspóst frá netfangi Alþingis

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmaður Alþingis sendi í vikunni stuðningspóst á félagsmenn Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir hönd Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns, en hún sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Pósturinn var sendur frá netfangi starfsmannsins sem er skráð á Alþingi.

Í póstinum segist Lilja vilja leggja fram krafta sína í baráttunni fyrir réttlátu og heilbrigðu samfélagi með grunngildi VG að leiðarljósi. Ekki hefur náðst í Lilju vegna málsins.

Norðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem forval fer fram hjá Vinstri grænum. Þegar atkvæði eru greidd í forvalinu á að tölusetja frambjóðendur í sex efstu sætunum, og sækist Lilja eftir því efsta. 

Mbl.is hefur reynt að ná í formann kjörstjórnar og framkvæmdastjóra flokksins vegna málsins, án árangurs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert