Vill að niðurstöðunum verði breytt

mbl.is

Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem félagið harmar hlut kvenna í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins um helgina í Suðvestur- og Suðurkjördæmi. Er skorað á kjörnefndir að endurskoða niðurstöður prófkjaranna með tilliti til stöðu kvenna og karla.

„Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík harmar hlut kvenna í prófkjörum helgarinnar. Það skiptir máli að framboðslistar flokksins höfði til bæði karla og kvenna og endurspegli þannig samfélagið. Stjórn Hvatar skorar á kjörnefndir flokksins að endurskoða uppröðun listanna út frá þessum veigamiklu markmiðum,“ segir í ályktuninni.

Karlar voru kosnir í fjögur efstu sætin í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og í þrjú efstu í Suðurkjördæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert