Þorgerður Katrín leiðir Viðreisn í Kraganum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar og leiðir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, listann í kjördæminu.

Annað sæti skipar Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri, í þriðja sæti er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur, Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi og formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar, er í því fjórða og Margrét Ágústsdóttir viðskiptastjóri er í því fimmta.

Í fréttatilkynningu frá Viðreisn er vakin athygli á að listinn sé fléttaður konum og körlum til jafns. Þá er hann sagður endurspegla þann breiða hóp sem standi að framboðinu og sé skipaður fólki á öllum aldri og úr ólíkum starfstéttum, en sem hafi „sameiginlega sýn á framtíð Íslands“.

Hér má sjá listann í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert