„Ég er ekki fullkominn maður“

Sigmundur Davíð á fundinum í morgun.
Sigmundur Davíð á fundinum í morgun. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son tók fyrst­ur fram­bjóðenda til máls á tvö­földu kjör­dæm­isþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi sem nú stend­ur yfir í Skjól­brekku í Mý­vatns­sveit. 

Frétt mbl.is: Hösk­uld­ur veg­ur hart að Sig­mundi 

„Ég er ekki sjálf­ur full­kom­inn maður og sann­ar­lega ekki full­kom­inn stjórn­mála­maður. Stjórn­mála­maður á ekki aðeins að bæta sig sem stjórn­mála­maður held­ur einnig sem mann­eskja, og það mun ég gera,“ sagði Sig­mund­ur Davíð í kynn­ing­ar­ræðu sinni.

„Það verður að okk­ur sótt, við vit­um það. Það verður sótt að mér og það verður sótt að okk­ur öll­um,“ sagði Sig­mund­ur jafn­framt ,en seg­ir hann sig og flokk­inn taka því fagn­andi enda þiggi hann alla at­hygli. Kvaðst hann vita að fast yrði skotið í kosn­inga­bar­átt­unni en „því fast­ar sem verður skotið því betra.“

Ljós­mynd/​Birk­ir Fann­dal

Frétt mbl.is: Sig­mundi spáð sigri 

Í ræðu sinni vék Sig­mund­ur jafn­framt að bar­átt­unni við alþjóðafjár­mála­kerfið sem hann seg­ir hafa náð allt of miklu valdi á kostnað al­menn­ings. Sagði Sig­mund­ur að þar hafi einn flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, haft bet­ur og það ekki bara einu sinni held­ur þris­var.

„Það hef­ur verið átaka tími í stjórn­mál­um á Íslandi en við höf­um náð ótrú­leg­um ár­angri,“ sagði Sig­mund­ur. Þá ræddi hann jafn­framt mál­efni eldri borg­ara og heil­brigðismál þar sem hann tel­ur Fram­sókn­ar­flokk­inn geta lagt sitt af mörk­um til úr­bóta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka