Höskuldur hættir á þingi

Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu.
Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður Framsóknarflokksins fyrir Norðausturkjördæmi gefur ekki kost á sér í sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta tilkynnti Höskuldur eftir að ljóst varð að hann laut í lægra haldi gegn Sigmundi Davíð í kjöri um fyrsta sæti listans. 

Frétt mbl.is: Sigmundur með afgerandi kosningu

Höskuldur hlaut rúm 10% greiddra atkvaða, færri en Þórunn Egilsdóttir sem hlaut 16,60% og Sigmundur Davíð sem hlaut afgerandi kosningu með tæp 73% atkvæða.

Í máli sínu lýsti Höskuldur yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og þakkaði samstarfsfólki sínu í flokknum og á þingi kærlega fyrir samstarfið.

Kosning er nú að hefjast um 3. sæti listans en þar eru í framboði þau Líneik Anna Sævarsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Sigfús Karlsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert