Höskuldur hættir á þingi

Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu.
Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, alþing­ismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir Norðaust­ur­kjör­dæmi gef­ur ekki kost á sér í sæti á lista flokks­ins fyr­ir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar. Þetta til­kynnti Hösk­uld­ur eft­ir að ljóst varð að hann laut í lægra haldi gegn Sig­mundi Davíð í kjöri um fyrsta sæti list­ans. 

Frétt mbl.is: Sig­mund­ur með af­ger­andi kosn­ingu

Hösk­uld­ur hlaut rúm 10% greiddra at­kvaða, færri en Þór­unn Eg­ils­dótt­ir sem hlaut 16,60% og Sig­mund­ur Davíð sem hlaut af­ger­andi kosn­ingu með tæp 73% at­kvæða.

Í máli sínu lýsti Hösk­uld­ur yfir von­brigðum sín­um með niður­stöðuna og þakkaði sam­starfs­fólki sínu í flokkn­um og á þingi kær­lega fyr­ir sam­starfið.

Kosn­ing er nú að hefjast um 3. sæti list­ans en þar eru í fram­boði þau Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Hjálm­ar Bogi Hafliðason og Sig­fús Karls­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert