Höskuldur vegur hart að Sigmundi

Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu.
Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu. Ljósmynd/Birkir Fanndal

„Sig­urður Ingi Jó­hanns­son er best til þess fall­inn að leiða Fram­sókn­ar­flokk­inn í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um,“ seg­ir Hösk­uld­ur Þór­halls­son alþing­ismaður í kynn­ing­ar­ræðu sinni á tvö­földu kjör­dæm­isþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi þar sem hann sæk­ist eft­ir fyrsta sæti á lista.

Frétt mbl.is: „Ég er ekki full­kom­inn maður“

Hösk­uld­ur sótti hart að Sig­mundi Davíð í ræðu sinni og seg­ir að at­b­urðarás­in sem fór í gang í tengsl­um við Wintris og leka Pana­maskjal­anna geri það ljóst að Sig­mund­ur Davíð sé ekki æski­leg­ur kost­ur í for­ystu­sveit Fram­sókn­ar­flokks­ins.

„Þessi at­b­urðarás ásamt fjöl­mörgu öðru sem drifið hef­ur á daga for­manns­ins hef­ur viðhaldið trúnaðarbresti milli hans og margra þing­manna okk­ar fram­sókn­ar­manna og milli hans og þjóðar­inn­ar,“ sagði Hösk­uld­ur.

Þá sagði hann Fram­sókn­ar­flokk­inn enn eiga brýnt er­indi við þjóðina og kvaðst bjart­sýnn og spennt­ur fyr­ir kom­andi kosn­ing­um.

Frétt mbl.is: Sig­mundi spáð sigri 

Frétt mbl.is: Kjör­dæm­isþingið hafið 

Ljós­mynd/​Birk­ir Fann­dal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert