Kjördæmisþingið hafið

Frá kjördæmisþinginu í Mývatnssveit.
Frá kjördæmisþinginu í Mývatnssveit. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Tvö­falt kjör­dæm­isþing Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi er hafið í Skjól­brekku í Mý­vatns­sveit. Sal­ur­inn er nokkuð þétt set­inn en alls hafa 370 full­trú­ar flokks­fé­laga Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjör­dæm­inu at­kvæðis­rétt þar ræðst hvort Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son muni leiða lista flokks­ins í kjör­dæm­inu í kom­andi aþing­is­kosn­ing­um.

Frétt mbl.is: Spenn­an magn­ast í Norðaust­ur­kjör­dæmi

Kynn­ing­ar­ræður standa yfir

Eyþór Elías­son, formaður kjör­stjórn­ar, setti þingið og var samþykkt til­laga kjör­stjórn­ar um að þau Úlf­hild­ur Elías­dótt­ir og Eyþór Elías­son yrðu þing­for­set­ar. Nú standa yfir kynn­ing­ar­ræður fram­bjóðenda sem sækj­ast eft­ir fyrsta sæti list­ans og tók Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son fyrst­ur til máls.

Þrír aðrir auk Sig­mund­ar sækj­ast eft­ir að leiða list­ann þau, Hösk­uld­ur Þór­halls­son sem sæk­ist eft­ir 1. sæti, Þór­unn Eg­ils­dótt­ir sem sæk­ist eft­ir 1.-2. sæti og Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir sem sæk­ist eft­ir 1.-3. sæti.

Kosið um eitt sæti í einu

Kosið verður sér­stak­lega um hvert sæti í einu og skal fram­bjóðandi hljóta hið minnsta 50% kosn­ingu til að tryggja sér sætið ell­egar er kosið aft­ur milli þeirra tveggja fram­bjóðenda sem hljóta flest at­kvæði. Þannig gæti þurft að kjósa tvisvar í öll sæt­in 1.- 5. fari svo að eng­inn hljóti hið minnsta 50% at­kvæða en fram­bjóðend­ur geta einnig dregið fram­boð sitt til baka milli kosn­inga. „Leik­ur­inn verður end­ur­tek­inn eins oft og þörf kref­ur,“ sagði Eyþór við setn­ingu þings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka