Kjósa þarf aftur um 3. sæti

Frá kjördæmisþinginu.
Frá kjördæmisþinginu. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Úrslit fyrstu umferðar kosninga um 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi liggja fyrir en ljóst er að kjósa þarf aftur milli þeirra Líneikar Önnu Sævarsdóttur og Sigfúsar Karlssonar.

Greidd voru 224 atkvæði en auðir og ógildir seðlar voru fjórir. Þar sem enginn frambjóðenda hlaut helming atkvæða eða meira þarf því að kjósa aftur milli þeirra tveggja efstu, Líneikar og Sigfúsar, en í kjöri var einnig Hjálmar Bogi Hafliðason.

Önnur umferð kosninganna er þegar hafin og má búast við að niðurstaða liggi fyrir áður en langt um líður enda hafa kosningar og talning gengið nokkuð hratt fyrir sig á þinginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert