Líneik Anna Sævarsdóttir mun skipa 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Líneik hlaut um 67% atkvæða í annarri umferð kosninga um þriðja sætið en kjósa þurfti aftur milli hennar og Sigfúss Karlssonar sem hlaut um 32% í seinni umferð.
Greidd voru 213 atkvæði í seinni umferð og voru auðir og ógildir seðlar þrír. Þar sem enginn þriggja frambjóðenda hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð þurfti að kjósa aftur um tvo efstu frambjóðendur.
Frétt mbl.is: Kjósa þarf aftur í 3. sætið
Nú er að hefjast kosning um 4. sæti listans og eru í framboði þau Hjálmar Bogi Hafliðason, Margrét Jónsdóttir og Sigfús Karlsson.