Líneik segir markmiðinu náð

Líneik Anna Sævarsdóttir.
Líneik Anna Sævarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég bauð mig fram í 1.-3. sæti og ég var í 3. sætinu, þannig að ég var í rauninni að óska eftir áframhaldandi stuðningi, og ég er afskaplega ánægð með það,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, í samtali við mbl.is. Líneik náði kjöri í 3. sæti á lista á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fór í Mývatnssveitinni í dag. Hún svarar því þó ekki með afgerandi hætti hvort hún styðji Sigmund Davíð sem formann flokksins.

Hún kveðst því ánægð með sætið þótt hún hefði glöð viljað komast ofar á lista. „Ég var tilbúin til þess en samt sem áður þá er markmiðinu náð.“

Frétt mbl.is: Líneik Anna í 3. sæti

Líneik segir einkum tvær ástæður hafa verið fyrir því að hún gaf einnig kost á sér í 1. sæti. Annars vegar sú að hún teldi mikilvægt að fólk hefði valkosti og gæti sýnt fram á hvað það raunverulega vildi og hinsvegar að sýna fram á það að hún væri tilbúin að axla meiri ábyrgð „ef að á þyrfti að halda og ef að rými væri fyrir það og vilji,“ líkt og Líneik orðaði það. 

Styður þá forystu sem flokksmenn velja

Þá segir Líneik fagnaðarefni að tvær konur skipi efstu þrjú sæti á lista flokksins í kjördæminu og telur hún Framsóknarflokkinn setja með því gott fordæmi.

Spurð hvort hún styddi formann flokksins sagðist Líneik styðja þá forystu sem starfar í flokknum hverju sinni sem flokksmenn velja. Þegar innt var eftir því hvort hún þá hygðist styðja Sigmund Davíð í formannskjöri á flokksþingi Framsóknar í október endurtók Líneik; „Ég styð þá forystu sem flokksmenn velja.“

Frétt mbl.is: Öll úrslit liggja fyrir

Frá kjördæmisþinginu. Líneik Anna situr í miðri fremstu röðinni, klædd …
Frá kjördæmisþinginu. Líneik Anna situr í miðri fremstu röðinni, klædd í bleika kápu. Ljósmynd/Birkir Fanndal
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert