Úrslit eru kunn í kosningu um 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Það er Sigfús Karlsson sem hreppti sætið með tæp 57% greiddra atkvæða.
Í kjöri voru þau Hjálmar Bogi Hafliðason sem hlaut tæp 42% atkvæða, Margrét Jónsdóttir sem hlaut aðeins 3 atkvæði og þá Sigfús sem hlaut alls 112 atkvæði. 202 greiddu atkvæði en auðir og ógildir seðlar voru 4.
Þegar þessi úrslit voru ljós stóð Margrét Jónsdóttir ein eftir í framboði um 5. sæti listans. Því fór ekki fram kosning um 5. sætið og Margrét því réttkjörin í sætið.
Þannig liggja fyrir úrslit kosninga á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
1. sæti: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
2. sæti: Þórunn Egilsdóttir
3. sæti: Líneik Anna Sævarsdóttir
4. sæti: Sigfús Karlsson
5. sæti: Margrét Jónsdóttir