Sigmundi spáð sigri

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, er spáð sigri í baráttunni um fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Kosning um sætið fer fram á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í dag, en þingið er haldið í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

Auk Sigmundar Davíðs sækjast þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir eftir því að fá að leiða lista flokksins.

Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum framsóknarmanna eru flestir þeirrar skoðunar að Sigmundur Davíð nái kjöri í fyrsta sætið í fyrstu umferð kosninganna. Þeir eru sömuleiðis þeirrar skoðunar að Höskuldur muni lýsa því yfir, verði Sigmundur Davíð kjörinn í fyrsta sætið, að hann muni ekki þiggja annað sætið á listanum, sem er það sæti sem hann skipar nú.

Spá framsóknarmenn því að stjórnmálaþátttöku Höskuldar sé þannig að ljúka og flestir virðast telja að Þórunn Egilsdóttir muni verða kjörin í annað sæti listans og Líneik Anna Sævarsdóttir í það þriðja.

370 framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi eiga seturétt á kjördæmisþinginu, sem haldið er í Skjólbrekku í dag.

 Ekki er búist við mikilli þátttöku og tala framsóknarmenn um að á milli 200 og 250 fulltrúar muni mæta.  Fullyrt er að kvarnast hafi úr fylgi Höskuldar Þórhallssonar að undanförnu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert