Fjórða félagið sem skorar á Sigurð Inga

Fjögur framsóknarfélög hafa nú skorað á Sigurða IngiaJóhannsson forsætisráðherra að …
Fjögur framsóknarfélög hafa nú skorað á Sigurða IngiaJóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns flokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Fram­sókn­ar­fé­lags Árborgar skor­ar á Sig­urð Inga Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra að bjóða sig fram til for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokksþingi sem haldið verður dagana 1.-2. október. Er þetta fjórða framsóknarfélagið sem samþykkir slíka áskorun, en Sigurður Ingi er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og varaformaður flokksins.

Frá þessu er greint á vef Sunnlenska, sem segir stjórn framsóknarfélagsins hafa samþykkt áskorunina á fundi sínum í gær.

Framsóknarfélög Austur-Húnavatnssýslu, Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra og Framsóknarfélag Reykjanesbæjar hafa þegar skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns flokksins.

Áður hefur verið eftir haft Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, sem hlaut afar góða kosningu í efsta sæti listans í Norðausturkjördæmi í gær, að hann telji Sigurð Inga ekki munu fara fram gegn sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert